Vorgyðjan kemur - Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur

3:00pm, Sat, 27 Apr 2019

  • Event Details
  •  
  • Type of event: Performance
    Start time: 3:00pm
    Venue: Félagar í Karlakór Reykjavíkur fagna vorinu með þrennum tónleikum í Langholtskirkju dagana 24. og 25 apríl kl. 20 og 27. apríl kl. 15.

    Description: Félagar í Karlakór Reykjavíkur fagna vorinu með tónleikum í Langholtskirkju 27. apríl kl. 15.

    Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er sópransöngkonan Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, sem getið hefur sér gott orð á óperusviðinu og í tónleikasölum víða um Evrópu en um þessar mundir syngur hún í velheppnaðri uppfærslu Íslensku óperunnar á La Traviata eftir Giuseppi Verdi.

    Anna Guðný Guðmundsdóttir, sérlegur píanóleikari kórsins, verður við hljóðfærið auk þess sem hornaflokkur mun koma fram í tveimur lögum. Þá syngja nokkrir kórfélagar einsöng á tónleikunum.

    Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur verða sérstakir heiðursgestir og munu þeir flytja þrjú lög í upphafi tónleikanna.

    Friðrik S. Kristinsson stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur hefur alla tauma í hendi sér og tryggir sannan heildarhljóm sem engan svíkur.